Ivan Rakitic er leikmaður sem allir ættu að kannast við en hann leikur með liði Barcelona á Spáni.
Nú er Rakitic á milli tannanna á fólki en gömul ummæli sem hann lét falla voru dregin á yfirborðið.
Rakitic ræddi samkynhneigða menn í knattspyrnu árið 2012 er hann lék með liði Sevilla.
,,Ég virði samkynhneigða menn en ég vil ekki hafa þá í sama búningsklefa“ sagði Rakitic á sínum tíma.
,,Ég myndi ekki yfirgefa liðið vegna þess, ég virði þá eins og ég virði dverga, feitt fólk og svart fólk.“
,,Ef það er hins vegar möguleiki þá væri ég til í að sleppa því að hafa samkynhneigt fólk í mínu lífi.“
Króatinn fær nú mikinn skít fyrir þessi ummæli sem hann lét falla en þau virðast hafa farið framhjá flestum á sínum tíma.
“I respect gays but do not want them in the same dressing room. I would not exit a team because of that, for I respect gays just like I respect dwarves, fat people and black people, but if possible I’d rather not have gay people in my life”
— Chris Williams (@Chris78Williams) 10 May 2019