fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Hjörtur Hjartarson var í kringum þá sem voru í sárum: ,,Langaði til að öskra af fögnuði sem hefði ekki farið vel“

433
Miðvikudaginn 8. maí 2019 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan leik við lið Barcelona í gær. Leikið var á Anfield en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri Börsunga og var liðið því í frábærri stöðu fyrir leik kvöldsins.

Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik í Liverpool en það gerði Belginn Divock Origi fyrir heimamenn á sjöundu mínútu. Í seinni hálfleik fór allt í gang hjá Liverpool og sérstaklega eftir innkomu Georginio Wijnaldum. Wijnaldum skoraði annað mark Liverpool á 54. mínútu með fínu skoti og svo annað stuttu seinna með frábærum skalla. Það var svo Origi sem sá um að tryggja Liverpool áfram en hann skoraði fjórða mark liðsins eftir hornspyrnu.

Fréttamaðurinn fyrverandi, var staddur í Katalóníu og horfði á leikinn. Hjörtur stundar nám í Barcelona en hann er harður stuðningsmaður Liverpool. ,,Átti mjöööög erfitt með mig inni á barnum horfandi á Liverpool -Barcelona, umkringdur Börsungum.,“ skrifar Hjörtur á Facebook.

Hjörtur flutti til Barcelona síðasta haust eftir að hafa sagt upp störfum hjá Sýn, í kjölfar þess að hafa verið sendur heim af HM eins og fjallað var um.

Hjörtur átti erfitt með að halda aftur af sér í gær en tókst það. ,,Langaði til að öskra af fögnuði sem hefði ekki farið vel ofan í heimamenn. Hélt í mér þar til ég var kominn í afskekkta hliðargötu!“

Football, bloody hell!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum