fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Kristján settist á rúmstokk Arnars og tjáði honum að draumurinn gæti ræst: ,,Það var enginn sem hafði áhuga á mér“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. maí 2019 19:20

Arnar til vinstri og Kristján fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson átti magnaðan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu, hann var elskaður og dáður hjá þeim félögum sem hann lék fyrir. Arnar hefur búið erlendis í 22 ár en er mættur aftur heim. Hann er nú þjálfari U21 árs landsliðsins og var í vikunni ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Arnar hélt í atvinnumennsku árið 1997 en það var hann sjálfur sem barðist fyrir því að komast út.

,,Þetta var allt öðruvísi en þetta er í dag, það voru ekki þessi lið með unglingastarf eins og í dag. Það var ekki neinn að hringja á Hjallabrautina og tala ensku og spyrja pabba hvort Addi Vidd vildi koma út, það var enginn í því,“ sagði Arnar í hlaðvarpsþætti okkar, 90 mínútum í dag.

Arnar sem ólst upp hjá FH, fór ungur að árum í knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg, skólinnn er enn í gangi í Lokeren í dag.

,,Það sem ég gerði, ég fór í knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg þegar ég var 13 og 14 ára. Fyrsta minning mín af þvi að ætla að verða atvinnumaður, það er í knattspyrnuskólanum hjá Kristjáni. Hann kemur inn á herbergi hjá mér að kvöldi til, og fer að spjalla. Hann spyr mig hvað ég ætli að gera, þegar ég verð stór. Ég segi honum að ég ætli nú líklega bara í háskóla, Kristján tjáði mér þá að hann héldi að ég gæti orðið atvinnumaður.“

Arnar hélt heim á leið og fór að æfa meira, hann settist svo niður og skrifaði bréf. Sem varð til þess að hann á endanum gekk í raðir Lokeren og lék með félaginu í níu ár.

,,Frá þeim tímapunkti, þá fór ég að æfa auka. Ég skrifa honum svo bréf, enginn tölvupóstur þá. Það er Kristján sem reddar mér á reynslu hjá Lokeren, það var enginn sem hafði áhuga á mér. Ég hef þurft að hafa fyrir þessu sjálfur, ég verð Kristjáni ævinlega þakklátur. Hann reddaði mér á reynslu hjá Lokeren.“

Margir öflugir leikmenn hafa farið í skóla Kristjáns sem hefur gefið af sér afar gott orð.

,,Fyrir Kristján er ég hans auglýsing, þetta er frábær skóli. Ég veit ekki hvernig aðrir skólar eru, Kristján er pottþéttur. Þetta byrjaði sem knattspyrnuskóli, þar sem þú æfir eins og atvinnumaður. Þetta er eins og að vera atvinnumaður í viku. Það er alltaf fullt í þetta, það segir sitt.“

Viðtalið við Arnar er í heild hér að neðan en það má einnig hlusta í hlaðvarpsveitum og á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli
433Sport
Í gær

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar