Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ gagnrýnir skipulagningu sambandsins á Mjólkurbikarnum. Hann vill ekki að bikarinn hefjist svona snemma, af fullum krafti.
Geir bauð sig fram sem formaður KSÍ í febrúar en fékk afar slæma kosningu, Guðni Bergsson var þá endurkjörinn með yfirburðum.
32 liða úrslit bikarsins eru á enda en Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Stjörnunnar eru úr leik, í karlaflokki.
,,Valur og Stjarnan úr leik í bikarnum 1. maí 2019 !!! Tvö af bestu liðum Íslands og sumarið varla farið af stað. Þetta skipulag keppninnar er íþróttinni ekki til framdráttar með fullri virðingu fyrir þeim sem komust áfram,“ sagði Geir á Twitter í gær.
,,Þurfum að breyta skipulaginu – forkeppnin þarf að gefa félögunum í neðri deildum fleiri leik í riðlum fram í miðjan júní – síðan koma efstu 16 liðin inn.“
Nokkrir svöruðu Geir en hann útkýrði mál sitt betur. ,,Doddi – er að fjalla um skipulagið – ekki að Davíð vinni Golíat – nánast tómir leikvangar í markaþætti á Stöð 2 – ef skipulagið er fyrir leikmennina þá hefði mátt byrja enn fyrr vegna góðs tíðafars“
Valur og Stjarnan úr leik í bikarnum 1. maí 2019 !!! Tvö af bestu liðum Íslands og sumarið varla farið af stað. Þetta skipulag keppninnar er íþróttinni ekki til framdráttar með fullri virðingu fyrir þeim sem komust áfram.
— Geir Thorsteinsson (@FootballGeir) May 2, 2019