fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Besta konan neitar að taka þátt og heimtar meiri virðingu: Fjölskyldan stendur saman

433
Föstudaginn 3. maí 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ada Hegerberg er nafn sem margir kannast við en hún var í fyrra kosin besta knattspyrnukona heims.

Hegerberg er 23 ára gömul en hún leikur með Lyon í Frakklandi og vann Ballon d’Or verðlaunin sem eru afhent bestu knattspyrnukonu sem og knattspyrnumanni heims.

Hún mun hins vegar ekki taka þátt á HM kvenna í sumar sem hefst þann 7. júní næstkomandi.

Hegerberg hefur neitað að spila með norska landsliðinu frá árinu 2017 en þá lagði hún landsliðsskóna á hilluna.

Hegerberg berst fyrir réttindum kvenna og er ósátt með hvernig komið er við knattspyrnukonur í Noregi.

Hegerberg var ekki valinn í landsliðshóp Noregs fyrir komandi verkefni en hún á að baki 66 leiki og hefur skorað í þeim 38 mörk.

Andrine Hegerberg er systir Ada og mun hún heldur ekki taka þátt í mótinu. Hún leikur með Paris Saint-Germain og á að baki 17 landsleiki fyrir Noreg.

Ada ræddi þessa ákvörðun fyrr á árinu og segir hana vera auðvelda og mun hún ekki íhuga að snúa aftur fyrr en horft er sömu augum til kvenna og karlalandsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó