Barcelona er í frábærri stöðu í Meistaradeild Evrópu eftir leik gegn Liverpool á Nou Camp í gær.
Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur í undanúrslitum keppninnar en seinni viðureignin fer fram í Liverpool. Fyrsta mark leiksins gerði Luis Suarez fyrir heimamenn gegn sínum fyrrum félögum í Liverpool. Suarez potaði boltanum í netið eftir fallega sendingu Jordi Alba.
Í seinni hálfleik var röðin komin að Lionel Messi sem bætti við tveimur mörkum fyrir þá röndóttu. Seinna mark Messi var eitt af mörkum ársins en hann sneri boltann stórkostlega í markmannshorn Alisson Becker beint úr aukaspyrnu. Liverpool fékk dauðafæri til að laga stöðuna stuttu eftir mark Messi en inn vildi boltinn ekki og lokastaðan 3-0 á Nou Camp.
Það vakti athygli hvernig Benjamin Mendy, bakvörður Manchester City hagaði sér í stúkunni. Eftir mark frá Messi þá hoppaði hann um allt
City og Liverpool berjast um sigur í deildinni en Mendy var mættur á Nou Camp og gaf fingurinn þegar Messi skoraði þriðja markið.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
RT Football__Tweet: Benjamin Mendy at the Camp Nou tonight. ??? pic.twitter.com/Uma5jkrbdw
— Exclusive clue (@exclusiveclue) May 2, 2019