Laugardagur 22.febrúar 2020
433Sport

Var Arnar Sveinn að þykkja budduna? – ,,Verður kallaður Addi Seðill í sumar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, hefur skrifað undir samning við Breiðablik. Hann kom til félagsins frá Val á miðvikudag, og gæti þreytt frumraun sína gegn Grindavík á laugardag.

Arnar Sveinn er fæddur árið 1991, síðustu ár hefur hann spilað sem bakvörður en iðulega lék hann sem kantmaður.

Arnar missti sæti sitt í byrjunarliði Vals á síðasta tímabili þegar Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður gekk í raðir liðsins.

Rætt var um félagaskipti Arnars í Dr. Football í gær, þar var talað um að hann væri að hækka laun sín vel. ,,Arnar Sveinn að ná í mjög góðan deal, þykkja budduna fyrir sumarið,“ sagði Hjörvar Hafliðason sem stýrir þættinum.

Sérfræðingurinn, Kristján Óli Sigurðsson telur að Arnar fái nýtt viðurnefni í sumar.

,,Hann er alla vegana mættur, ég held að hann verði kallaður Add Seðill í sumar. Hann þarf salt í grautinn eins og ég og þú.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Hafnaði því að fara til Liverpool í janúar

Hafnaði því að fara til Liverpool í janúar
433Sport
Í gær

Rangar fréttir af Kolbeini í Svíþjóð í gær: „Hefur ekki náð þessum skít úr sér“

Rangar fréttir af Kolbeini í Svíþjóð í gær: „Hefur ekki náð þessum skít úr sér“