Joey Barton var stöðvaður af lögreglunni um helgina en hann stýrir liði Fleetwood Town í ensku þriðju deildinni.
Barton er ásakaður um að hafa ráðist á Daniel Stendel eftir leikinn en Fleetwood tapaði gegn Barnsley, 4-2.
Barton er sagður hafa brotið tvær tennur í Stendel í leikmannagöngunum eftir leik en sá síðarnefndi er stjóri Barnsley.
Barnsley hefur kvartað til yfirvalda í enskum fótbolta. Barton hefur nú hafnað því að hann hafi lagt hendur á Stendel.
,,Ég hafna öllum þeim ásökunum sem lagðar hafa verið fram, þar sem málinu er ekki lokið, þá er það óviðeigandi að ég tjái mig meira,“ sagði Barton.
With regards to the alleged incident on Saturday following our game against Barnsley, I emphatically deny all the allegations made. Given this matter has not been formally closed, it would be inappropriate for me to make any further comment.
— Joey Barton (@Joey7Barton) April 18, 2019