fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Paul Scholes ákærður: Sakaður um að brjóta af sér 140 sinnum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, fyrrum hetja hjá Manchester United hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu. Hann er sakaður um að hafa 140 sinnum brotið reglur um veðmál.

Scholes er eigandi Salford City, og samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins má hann ekki veðja á knattspyrnuleiki. Atvikin áttu sér stað frá 2015 til ársbyrjun, 2019.

Enska knattspyrnusambandið tekur afar hart á svona málum, en Scholes virðist hafa gert sig sekan um ítrekuð brot. Enska sambandið grunar Scholes um að hafa lagt 140 veðmál á fótboltaleiki, sem er bannað í reglum. Reglurnar ná yfir leikmenn, jafnt og eigendur knattspyrnufélaga í landinu.

Scholes átti afar farsælan feril sem leikmaður Manchester United en hann lagði skóna á hilluna árið 2013.

Scholes er í dag sérfræðingur í sjónvarpi en hann tók við þjálfun Oldham í febrúar en sagði upp störfum, 31 degi eftir að hafa tekið starfið að sér.

Scholes hefur til 26 apríl, til að svara til saka en hann gæti fengið væna sekt frá sambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Í gær

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“