fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Fatlaður níu ára strákur sárþjáður eftir ljótt atvik á Anfield í gær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni á ný eftir leik við Chelsea í gær.

Manchester City tók toppsætið fyrr í gær með sigri á Crystal Palace en Liverpool fékk Chelsea svo í heimsókn á Anfield. Það var boðið upp á nokkuð fjörugan leik í Liverpool en heimamenn höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu.

Fyrra markið skoraði Sadio Mane snemma í seinni hálfleik með skalla eftir fyrirgjöf Jordan Henderson. Stuttu síðar var staðan orðin 2-0 en Mohamed Salah bætti þá við öðru marki með frábæru skoti fyrir utan teig.

Á meðan leik stóð átti sér stað atvik í stúkunni, stuðningsmaður Liverpool kastaði þá reyksprengju að stuðningsmönnum Chelsea.

Fremstur í röðum þeirra var níu ára, fatlaður strákur. Sá þurfti hjálp lækna og fagfólks vegna öndunarerfiðleika. Hann andaði miklum reyk að sér og átti afar erfitt með öndun vegna þess.

Hann var fluttur í sjúkraherbergi á Anfield þar sem hann fékk aðstoð, sett var gríma á andlit Donte Patterson-Stanley. Þannig voru önundarvegir hans opnaðir aftur.

Ekkert hefur komið fram um hvort Liverpool eða lögreglan muni skoða málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frá Birmingham til Rómar

Frá Birmingham til Rómar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Í gær

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
433Sport
Í gær

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum