fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Var kallaður fáviti og svaraði með því að brjóta í honum tvær tennur: ,,Það gat enginn trúað því sem var í gangi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton, stjóri Fleeetwood Town, var stöðvaður af lögreglunni í gær eftir leik gegn Barnsley í þriðju deild Englands.

Barton var á heimleið er lögreglan stoppaði bifreið hans og bað hann vinsamlegast um að koma og ræða málin.

Barton er ásakaður um að hafa ráðist á Daniel Stendel, stjóra Barnsley, í leikmannagöngunum eftir leik.

Vitni hefur nú tjáð sig um þessa árás og segir að Barton hafi fyrst skallað Stendel og kýldi hann svo áður en hann gekk burt.

Vitnið segir að Barton hafi brotið tvær tennur í Stendel en Barnsley hafði að lokum betur í leiknum 4-2.

Ef þetta reynist satt er Barton á leið í langt bann frá fótbolta og gæti átt yfir höfði sér ákæru.

Barton átti það til að missa stjórn á skapi sínu sem leikmaður og virðist enn vera í miklum erfiðleikum með að hemja sig.

,,Hinn þjálfarinn kallaði hann fávita og Barton svaraði með því að skalla og kýla hann og setti svo hendurnar í kringum hálsinn á honum,“ segir vitnið.

,,Það gat enginn trúað því sem var í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttirin skipaði honum að raka sig – „Sagði að þetta væri hræðilegt“

Dóttirin skipaði honum að raka sig – „Sagði að þetta væri hræðilegt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bræður takast á í Laugardalnum – „Hann er alltaf að reyna að komast inn í hausinn á mér“

Bræður takast á í Laugardalnum – „Hann er alltaf að reyna að komast inn í hausinn á mér“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni
433Sport
Í gær

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Í gær

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu