fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Ákvörðunin var gagnrýnd og allt varð brjálað í Eyjum: Margréti var bannað að vera með

433
Sunnudaginn 14. apríl 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Margrét Lára Viðarsdóttir, hún hefur átt magnaðan feril, hún er ein allra besta, ef ekki besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt.

Margrét var barnastjarna, sem ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún var einn besti leikmaður í heimi en meiðsli gerðu henni erfitt fyrir. Tölfræði hennar með kvennalandsliðinu er svo ótrúleg.

Margrét þurfti eins og aðrir krakkar að taka erfiða ákvörðun á sínum tíma en hún stundaði fleiri en eina íþrótt.

Margrét var bæði efnileg í knattspyrnu og í handbolta og þurfti að lokum að velja aðra íþróttina yfir hina.

Hún segist hafa verið nálægt því að velja handboltann en það er Elísabeti Gunnarsdóttur að þakka að fótboltinn hafi orðið fyrir valinu að lokum.

,,Ég var það alveg [nálægt því að velja handbolta]. Við fengum rússnenskan þjálfara, Mikki hét hann í handboltanum,“ sagði.

,,Hann er sonur Boris, geggjaður þjálfari. Ég var alveg nálægt því, ég var mjög góð í handbolta þó ég segi sjálf frá.“

,,Á þeim tíma sem ég er svona að velja þá er meistaraflokkur í handbolta í Vestmannaeyjum Íslandsmeistari og bikarmeistari, tvö eða þrjú ár í röð. Það hjálpar líka þegar maður er að velja.“

,,Fyrirmyndirnar og titlar. Fótboltastelpurnar voru ekki komnar þangað. Ég var alveg nálægt því.“

,,Það er eiginlega Betu að kenna eða að þakka að ég hafi valið fótboltann. Hún sagði við mig sem var dálítið gott: ‘ef þú ferð á handboltaæfingu þá ertu ekki velkomin á fótboltaæfingu hjá mér sama dag.’

,,Ég man að ég testaði þetta alveg, ég fór á handboltaæfingu og mætti svo á fótboltaæfingu. Hún var búin að senda einhverja njósnara eða mætti sjálf!“

,,Þá var bara þannig að hún leyfði mér ekki að vera með á æfingu. Þetta var alveg gagnrýnt í Eyjum, handboltinn var brjálaður yfir þessu og alls konar.“

,,Þetta ýtti mér út í það að taka ákvörðunina. Ég endaði á að velja það sem mér fannst skemmtilegra. Á þessum tíma var ég komin mjög langt í handboltanum líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttirin skipaði honum að raka sig – „Sagði að þetta væri hræðilegt“

Dóttirin skipaði honum að raka sig – „Sagði að þetta væri hræðilegt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bræður takast á í Laugardalnum – „Hann er alltaf að reyna að komast inn í hausinn á mér“

Bræður takast á í Laugardalnum – „Hann er alltaf að reyna að komast inn í hausinn á mér“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni

Sýnir ótrúlegar breytingar eftir húðþrengjandi meðferð – Greinir frá ástæðunni
433Sport
Í gær

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Í gær

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu