Lög stuðningsmanna í fótbolta eru misjöfn eins og þau eru mörg, stuðningsmenn Chelsea fá harða gagnrýni þessa dagana.
Chelsea leikur í Prag í kvöld en stuðningsmenn félagsins eru mættir á svæðið. Það er hins vegar lag sem þeir sem syngja, sem vekur hneysklun.
,,Salah er sprengjuvargur,“ syngja stuðningsmenn Chelsea í Prag, þar eiga þeir við skærustu stjörnu Liverpool, Mohamed Salah.
Salah lék eitt sinn með Chelsea en margir hafa harðlega gagnrýnt þenna söng, hann er ósmekklegur með öllu.
Salah er frá Egyptalandi og er múslimi, fordómar í fótbolta hafa mikið verið til umræðu, undanfarið. Þetta lag er ein birtingarmynd þess.
Some Chelsea fans have been filmed in Prague singing „Salah is a bomber“
via: @kexxc pic.twitter.com/YMHq198Ny7
— Footy Accumulators (@FootyAccums) April 11, 2019