fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Hákon er vonarstjarna ÍA: Ótrúlegt efni – ,,Ef ég skora þá ætla ég að fagna eins og Mbappé“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Harladsson, leikmaður ÍA er einn efnilegasti leikmaður landsins. Hann er fæddur árið 2003.

Hákon hefur verið að æfa og spila með meistaraflokki ÍA í vetur og gæti fengið tækifæri í Pepsi deild karla í sumar.

Að auki er Hákon í U16 og U17 ára landsliðum Íslands og hefur staðið sig vel.

„Ég vonast til þess að fá einhver tækifæri með ÍA liðinu í sumar. Markmiðið er að komast í leikmannahópinn og nýta þau tækifæri sem ég fæ. Ef ég skora þá ætla ég að fagna eins og Mbappé,“ segir Hákon Arnar Haraldsson leikmaður ÍA við Skagafréttir.

Hákon fer um næstu helgi til IFK Norrköping í Svíþjóð ásamt Jóni Gísla Eyland Gíslasyni liðssfélaga sínum úr ÍA og U-17 ára liðinu til reynslu.

Með IFK Norrköping leika tveir fyrrum liðsfélagar Hákons, þeir Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.

Viðtal Skagafrétta við Hákon er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“