Per Mertesacker, fyrrum leikmaður Arsenal, gat gengið í raðir Bayern Munchen er hann fann sér félag árið 2006.
Hann greinir sjálfur frá þessu en Bayern sýndi þessum efnilega leikmanni áhuga á þeim tíma.
Mertesacker samdi að lokum við Werder Bremen því amma hans var ekki aðdáandi Bayern og bannaði honum að fara þangað.
,,Ég bjó ennþá heima á þessum tíma og fjölskyldan var mjög náin sem mér líkaði við,“ sagði Mertesacker.
,,Á þessum tíma þá var Werder Bremen með það orðspor að gefa ungum leikmönnum tækifærið.“
,,Ég fór mögulega ekki til Bayern því amma mín sagði: ‘Bayern virkar bara alls ekki.’
,,Henni líkaði ekki við Bayern og lést áður en ég tók ákvörðun. Hún hefði snúið sér við í kistunni og sagt við mig: ‘ekki á minni vakt!’