Marco Arnautovic, leikmaður West Ham á Englandi, var pirraður í gær eftir 2-0 tap gegn Everton.
Arnautovic stóð sig ekki vel í tapinu í gær eins og aðrir leikmenn heimaliðsins en frammistaðan var heilt yfir óboðleg.
Það var baulað á Arnautovic er hann gekk af velli í gær en honum var skipt útaf undir lok leiksins.
Arnautovic fékk sér sæti á bekknum í kjölfarið er hann fékk áreiti frá stuðningsmönnum West Ham í sætum fyrir aftan sig.
,,Grjóthaldiði kjafti,“ öskraði Arnautovic á stuðningsmenn en hann var vel pirraður enda lið hans að tapa 2-0.
Arnautovic er umdeildur hjá West Ham en hann reyndi ítrekað að komast burt frá félaginu í janúar.
My thoughts on arnautovic telling someone to shut the f up when he got substituted @whufc_news @WestHamUtd pic.twitter.com/Wj80o1SBCU
— shaun betts (@DavidRonald1985) 30 March 2019