fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur segir KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hvetur KSÍ til að endurskoða ákvörðun sína um að veita Þórarni Inga Valdimarssyni aðeins bann í einn leik. Samkvæmt reglum KSÍ skuli veita að minnsta kosti fimm leikja bann fyrir brot af þessu tagi. Með ákvörðun sinni telur mannréttindaskrifstofan að KSÍ sé að styðja við óásættanlega hegðun og leggja blessun sína yfir fordóma.

Forsaga málsins er sú að um síðustu helgi á leik Leiknis og Stjörnunnar fékk Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar rautt spjald fyrir ósæmileg ummæli í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis, sem hann baðst í kjölfarið afsökunnar á. Ummælin beindust að andlegum veikindum sem Ingólfur hefur glímt við og tjáð sig um opinberlega.

Sjá einnig: Þórarinn hefur beðist afsökunnar og iðrast að mati Harðar

Eins og áður segir tók aganefnd KSÍ ákvörðun um að gefa Þórarni eins leiks bann vegna brotsins, en í reglum sambandsins segir að slíkt brot varði fimm leikja banni. Geðhjálp hefur meðal annarra gagnrýnt niðurstöðina og nú gerir Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hið sama.

Sjá einnig: Geðhjálp fordæmir niðurstöðu KSÍ

Í yfirlýsingu Mannréttindaskrifstofunnar segir:

 ,,Nú hefur Guðni Bergsson formaður KSÍ sagt í  viðtali við fótbolta net að skýrsla dómara hafi ekki verið nægilega vel útfyllt og því hafi aganefndin ekki getað úrskurðar samkvæmt 16. greinni. Sé það raunin er ástæða til að biðja dómarann um að fylla samviskusamlega út skýrsluna og að aganefndin taki málið upp aftur. Verði það ekki gert þá er aganefndin og þar með KSÍ að leggja blessun sína yfir fordóma.

Mannréttindaskrifstofu ber, samkvæmt mannréttindastefnu borgarinnar, að standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað m.a. vegna heilsufars. Skrifstofan tekur undir tilkynningu frá Leikni um málið þar sem segir m.a. að KSÍ sé með þessum úrskurði ekki að vinna gegn fordómum heldur styðji við óásættanlega hegðun.

Skrifstofan sendir Ingólfi hlýjar kveður og hvetur aganefnd KSÍ til að taka upp málið aftur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“

Maresca vill hjálp frá stjórninni – ,,Þurfum liðsstyrk“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar

Chiesa staðfestir hvað hann vill gera í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United

Leiður því Gyokores valdi Arsenal frekar en United
433Sport
Í gær

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur

Hefur ekki farið í klippingu í um 300 daga – Tók áskorun sem hann vonast til að sigra í vetur
433Sport
Í gær

Leikmaður City nú orðaður við Forest

Leikmaður City nú orðaður við Forest
433Sport
Í gær

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Rooney bjartsýnn og hefur trú á Amroim

Rooney bjartsýnn og hefur trú á Amroim