fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Hannes um þann háværa orðóm sem gengur: ,,Þetta er milljón dollara spurningin“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 10:31

Hannes á æfingu landsliðsins í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

,,Það verður að koma í ljós,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Qarabag og íslenska landsliðsins, um þann háværa orðróm, um að hann muni á næstu vikum ganga í raðir Vals, í efstu deild á Íslandi.

Sterkar sögusagnir eru í gangi um að Hannes vinni nú að því að losna frá Qarabag og semji við besta lið Íslands.

,,Staðan er sú að ég gerði tveggja ára samning við Qarabag, planið var að vera þar í tvö ár og er það áfram. Svo er ég ekki hress með stöðuna, ég er ekki að spila. Auðvitað geta hlutirnir breyst, þá verður að koma í ljós hvað gerist.“

,,Núna er ég samningsbundinn Qarabag og það planið að vera þar áfram.“

Þegar Hannes var spurður að því hvort við gætum séð hann í efstu deild á Íslandi, sagði hann. ,,Maður getur ekkert útilokað í fótbolta, hvort það verði Pepsi deildin eða eitthvað annað. Það er óráðið, það er sannleikurinn. Þetta er snúin staða hjá Qarabag, þetta er tekið dag fyrir dag, svo sjáum við hvað gerist.“

Hannes fékk að spila reglulega fram í nóvember en síðan þá hefur hann verið í algjöru frosti, og veit ekkert af hverju.

,,Þetta er milljón dollara spurningin, ég var komin í góðan takt með liðinu undir lok árs. Síðan á ég slakan leik gegn Sporting Lisbon, það hefur verið frost síðan. Það gerðist eitthvað á þeim tíma, frá því að félagið var mjög æst í að fá mig, gat ekki beðið eftir því að ég myndi skrifa undir. Þangað til að það var U-beygja, og engar mínútur.“

Viðtalið við Hannes er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?
433Sport
Í gær

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Í gær

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Í gær

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“