fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Íslenska landsliðið er komið til Spánar, undirbúningur fyrir fyrsta leikinnn í undankeppni EM er hafin. Liðið kom saman í gær og var fyrsta æfingin tekin síðdegis.

Margir af lykilmönnum liðsins voru hins vegar fjarverandi á æfingunni í gær, þannig voru Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason hvergi sjánlegir. Sömu sögu er að segja af Jóhanni Berg Guðmundssyni en þeir félagar hafa líklega æft á hótelinu. Allir voru að spila um helgina og gæti það verið ástæðan. Ari Freyr Skúlason var ekki heldur með og Björn Bergmann Sigurðarson var ekki á svæðinu.

Aron Einar Gunnarsson tók fullan þátt í æfingunni og virkar í fínu standi, meiðsli sem hafa hrjáð hann eru smátt og smátt að verða betri.

Liðið dvelur í Katalóníu á Spáni fram á fimmtudag þegar liðið heldur til Andorra, liðið dvelur í Peralada sem er lítill bær.

Liðið var að hefja sína aðra æfingu á Spáni nú rétt í þessu en eftir það tekur við afslöppun hjá leikmönnum. Liðið dvelur á hóteli þar sem golfvöllur er, líklegt er að margir muni grípa í golfkylfuna í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson ku vera færasti kylfingur hópsins og spurning hvort einhver geti veitt honum keppni. Þrír leikmenn liðsins munu svo ræða við íslenska fjölmiðla síðdegis í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar

Jói Kalli staðfestur hjá FH – Árni Guðna verður honum til aðstoðar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar
433Sport
Í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær
433Sport
Í gær

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð