fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Kostuleg saga af Óla Stef: Hélt að Árni væri frá Skotlandi – ,,Af hverju talar þú alltaf við mig á ensku?“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stefánsson, er einn merkilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur átt. Ólafur var einn fremsti handboltamaður í heimi í mörg ár, hann hafði hins vegar alltaf gaman af því að sprikla í fótbolta á sumrin.

Guðmundur Benediktsson, var gestur í hlaðvarpsþættinum, Millivegurinn þar sem hann sagði skemmtilega sögu af Ólafi. Guðmundur sem ólst upp á Akureyri var í mörg ár að spila við Ólaf í handbolta og hann hrósar Ólafi mikið í viðtalinu.

,,Hann lét alla líta vel út í kringum sig, sem er eitthvað það besta sem þú getur haft í hópíþrótt,“ sagði Guðmundur í þættinum.

Guðmundur er fyrst og síðast þekktur fyrir hæfileika sína sem knattspyrnumaður en iðkaði handboltann á Akureyri.

,,Ég er einu ári yngri en Óli og lenti í því að spila við Óla alla yngri flokkana, reyndar var Óli ekki einn. Hann var með Dag Sigurðsson og Óskar Bjarna með sér, þeir voru með geggjaðasta lið sem sést hefur í heiminum, í yngri flokkum. Ég spilaði úrslitaleiki við þá í yngri flokkum í handbolta, þeir unnu alltaf. Að fylgjast með Óla upp yngra floka og síðan sem stuðningsmaður og aðdáandi seinni tíma, þetta er einn magnaðasti íþróttamaður sem Ísland hefur átt.“

,,Hann er á topp 3 yfir bestu handboltamenn sögunnar, að mínu mati. Ég hafði svo gaman af því sjá hann spila leikinn.“

Þegar Guðmundur lék með Val þá var Ólafur reglulegur gestur á æfingum á sumrin. Ein æfingin stendur þó upp úr hjá Guðmundi. Það var þegar Ólafur hélt að Árni Ingi Pjetursson, væri frá Skotlandi.

,,Ói æfði alltaf með okkur á sumrin, þegar hann kom í frí frá atvinnumennsku í handbolta þá kom hann á fótboltaæfingar. Hann var mjög góður í fótbolta á yngri árum, ég man alltaf eftir því þegar Árni Ingi Pjetursson, sem var kallaður Rauða ljónið. Nike foringi i Evrópu í dag, hann var með okkur í Val eitt árið sem Óli kom. Óli vissi ekkert hver þetta var, við byrjum þarna æfingu. Þeir eru saman í reit, Óli færir sig svona og var tilbúinn að fá boltann frá Árna og segir „pass it, pass it“ á ensku við Árna. Árni gerði ekkert mál úr þessu og fór bara að tala við hann á ensku, þeir töluðu ensku allan tíman í reitnum. Svo þegar þeir áttu samskipti alla æfinguna, þá var allt á ensku.“

Guðmundur og liðsfélagar hans voru lítið að spá í þessu en eins og Guðmundur orðaði það. ,,Óli er ekki alveg eins og fólk er flest og Árni er létt geggjaður,“ sagði Guðmundur og hélt svo áfram.

,,Við vorum ekkert að pæla of mikið í þessu. Síðan setjumst við inn í klefa eftir æfingu, Árni Ingi fer að tala við mig á íslensku. Þá er Óli hinu megin í klefanum, og byrjar að spyrja hvort hann sé íslenskur. Óli sagði þá við hann ´Af hverju talar þú þá alltaf við mig á ensku?´.“

´Þú talaðir alltaf við mig á ensku´, svaraði Árni. Óli hélt að að hann væri Skoti. Hann er vel rauðhærður og það var bara töluð enska,“ sagði Guðmundur á léttu nótunum.

Viðtalið við við Guðmund má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Í gær

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins
433Sport
Í gær

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Í gær

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“

Mun láta Mbappe finna fyrir því – ,,Ég þruma hann niður“