fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
433Sport

Þjálfari Króata óskar Íslandi til hamingju – Sýndu það sem er mikilvægt í fótbolta

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króata, var ánægður með sína menn í kvöld eftir 2-1 sigur gegn Íslandi á HM.

Króatar unnu að lokum sigur gegn okkar mönnum en sigurmark liðsins kom undir lokin er Ísland sótti mörgum mönnum.

Dalic var sáttur í leikslok enda Króatar komnir í 16-liða úrslit. Hann hrósaði þó einnig íslenska liðinu.

,,Við gerðum það sem við vildum gera og fengum þrjú stig. Var það sanngjarnt? Svona er fótbolti. Ísland sýndi sem er mikilvægt í fótbolta; baráttu, aga og þeir gerðu það sem þeir reyndu að gera,“ sagði Dalic.

,,Ég get óskað þeim til hamingju með baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem spilar fótbolta á þann hátt sem hentar þeim. Það er erfitt að eiga við þá, föstu leikatriðun og löngu sendingarnar. Ég hrósa andstæðingnum en það sem skiptir máli er okkar frammistaða.“

,,Nú verðum við að hætta að hugsa um þessa þrjá leiki og gleyma þeim. Nú kemur augnablik sannleikans. Við eigum leik á sunnudag, við höfum spilað vel og notað nánast alla leikmennina sem áttu skilið að spila á HM.“

,,Við höfum unnið vinnuna okkar hingað til og í 16-liða verðum við að fókusa á Danina. Við tökum einn leik í einu og sjáum hvað gerist á sunnudag. Næsta verkefnið er alltaf mikilvægast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk draumagjöfina frá foreldrunum – Sjáðu hjartnæm viðbrögð

Fékk draumagjöfina frá foreldrunum – Sjáðu hjartnæm viðbrögð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vaknaði á gjörgæslu en man ekki hvað gerðist: ,,Ég var svo nálægt dauðanum“

Vaknaði á gjörgæslu en man ekki hvað gerðist: ,,Ég var svo nálægt dauðanum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Handtekinn fyrir að stunda kynlíf á almannfæri – Reyndi að gefa lögreglunni farsíma

Handtekinn fyrir að stunda kynlíf á almannfæri – Reyndi að gefa lögreglunni farsíma
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkert fer framhjá Guðna: ,,Framtíðin er björt, segi ég og skrifa“

Ekkert fer framhjá Guðna: ,,Framtíðin er björt, segi ég og skrifa“
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað leikmenn Frakklands fengu fyrir leikinn gegn Íslandi

Sjáðu hvað leikmenn Frakklands fengu fyrir leikinn gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“

Eiginkona Arons Einars er með tárin í augunum: ,,Svo lengi sem fjölskylda okkar er saman er ég til í ævintýri“
433Sport
Í gær

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“
433Sport
Í gær

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna