fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Sara gagnrýnir Íslendinga fyrir að horfa á HM – „Það er ekki bara á ábyrgð opinberra einstaklinga að sniðganga HM“

433
Þriðjudaginn 19. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Mansour sem verðlaunuð hefur verið fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og mannréttindamála gagnrýnir íslensku þjóðina.

99,6 prósent af þeim Íslendingum sem horfðu á sjónvarp á laugardaginn frá 13:00 til 15:00 horfðu á leik Íslands og Argentínu á HM.

Sara virðist ekki hafa verið einn af þeim Íslendingum enda eru mannréttindamál henni hugljúf. Íslenskir ráðamenn slepptu því að mæta á HM í Rússlandi. Ástæðan var efna­vopna­árás í bæ á Englandi fyrr á þessu ári á fólk frá Rússlandi.

Margir hafa gagnrýnt ráðamenn landsins fyrir að fara ekki í harðari aðgerðir eins og að vísa embættismönnum frá Rússlandi úr landi. Það hafa margar þjóðir gert. Sara segir að íslenska þjóðin verði að gera meira en að bara gagnrýna hlutina.

,,Það er ekki bara á ábyrgð opinberra einstaklinga að sniðganga HM. Mér sýnist eins og allir, sem hafa vikum saman gagnrýnt aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda og landsliðsins, hafi horft á leikinn,“ skrifar Sara á Twitter síðu sinni.

Ljóst má þó vera að íslenska þjóðin var ekki að styðja aðgerðir Rússlands heldur að styðja íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem er sameiningartákn þjóðar. Landsliðið hefur gert magnaða hluti með því að kynna allt það góða sem Íslendingar standa fyrir. Líklega besta og stærsta landkynning sem komið hefur fyrir okkur.

Eins og fyrr segir eru mannrétindi það málefni sem brenna á vörum Söru og hún hefur sem dæmi sniðgengið Eurovison í nokkur ár. ,,Ég er búin að sniðganga Eurovision í þrjú ár. Ég vona að á fjórða árinu mínu verði ég ekki sú eina sem situr inni í herbergi meðan fjölskylda og vinir eru frammi að horfa og borða nammi. Ég treysti því að þið verðið með mér í “Anti-Eurovision” partýi,“ skrifar Sara á Twitter á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu