fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433

Mourinho hrósaði tveimur leikmönnum liðsins en gagnrýndi restina

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 17. mars 2018 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United mætti svo sannarlega tilbúinn á blaðamannafund í gærdag.

Stjórinn mætti með minnisblað þar sem hann las upp tólf mínútu langa ræðu um árangur sinn hjá félaginu síðan hann tók við United árið 2016.

Atvikið vakti að sjálfsögðu mikla athygli en United féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni eftir 1-2 tap gegn Sevilla á Old Trafford.

Mourinho ákvað hins vegar að nota tækifærið og hrósaði tveimur leikmönnum liðsins en restina af leikmannahópi sínum gagnrýndi hann.

„Við vorum að spila á móti liði sem hefur náð miklu betri árangri en Manchester United í Evrópukeppnum, undanfarin sjö ár. Haldið þið að enginn leikmaður Sevilla kæmist í liðið hjá mér? Það er fullt af leikmönnum hjá Sevilla sem ég gæti notað,“ sagði Mourinho.

„Það er ekki hægt að ætlast til þess að ég sé að fara gagnrýna mína leikmenn og nafngreina þá alla hér. Ég vil frekar segja að Lukaku og Matic eru að standa sig mjög vel en aðrir eru ekki að standa sig, svo einfalt er það.“

„Leikmennirnir verða að læra að höndla pressuna og þær væntingar sem gerðar eru til þeirra. Þeir þurfa að læra á lífið og þegar að það gerist þá verða þeir sterkari fyrir vikið,“ sagði stjórinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi