fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433

Þrjú lið sögði vilja kaupa Jóhann á 20 milljónir punda í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. mars 2018 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum götublöðum verður Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley eftirsóttur biti í sumar.

Sagt er að Newcastle, Leicester og Southampton hafi öll tekið eftir góðri frammistöðu Jóhanns.

Þau eru öll sögð hafa áhuga á að kaupa Jóhann frá Burnley í sumar en hann er á sínu öðru tímabili á Turf Moor.

Jóhann hefur verið frábær á þessu tímabili og líklega jafn besti leikmaður Burnley.

Hann lagði upp eitt mark í sigri liðsins á West Ham um helgina en ensk götublöð segja verðmiðann á Jóhanni 20 milljónir punda.

Jóhann kom til Burnley frá Charlton eftir EM í Frakklandi og eftir erfitt fyrsta tímabil hefur hann sprungið út.

Sagt er í fréttum að Rafa Benitez hafi lengi fylgst með Jóhanni og þá er sagt að Leicester horfi til Jóhanns ef Riyad Mahrez verði seldur.

Southampton ku lengi hafa fylgst með Jóhanni og eru klárir í baráttu. Sagt er að Burnley muni bjóða Jóhanni nýjan samning á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Í gær

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut