David de Gea, markmaður Manchester United er að skrifa undir nýjan samning við enska félagið en það er fjölmiðlar á Bretlandi sem greina frá þessu.
De Gea hefur verið algjör lykilmaður í liði United, undanfarin ár en hann var nálægt því að ganga til liðs við Real Madrid sumarið 2015.
Markmaðurin hefur áfram verið sterklega orðaður við Real Madrid og vill United nú endurnýja við hann til þess að koma í veg fyrir það að hann fari aftur til Spánar.
Samkvæmt miðlum á Englandi er félagið tilbúið að borga honum 220.000 pund á viku sem myndi gera hann að launahæsta markmanni í heimi.
Þá yrði hann á meðal launahæstu leikmanna Manchester United, á eftir þeim Alexis Sanchez, Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic.