fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433

Carragher blandar sér í umræðuna um Pogba: Þetta er alvarlegt vandamál

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool hefur blandað sér í baráttuna um Paul Pogba, miðjumann Manchester United.

Pogba hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína að undanförnu og var hann ekki í byrjunarliði liðsins gegn Sevilla í Meistaradeildinni í vikunni.

Carragher telur að Pogba sé einfaldlega ekki nægilegur góður til þess að bera lið United á herðum sér, eins og staðan er í dag í það minnsta.

„Stundum koma upp leikmenn sem búa yfir einstökum hæfileikum en þeir eru ekki gallalausir. Þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að geta unnið leiki upp á sínar eigin spýtur,“ sagði Carragher.

„Átján mánuðum eftir að félagið keypti hann hefur lítið breyst. Hann er ennþá að gera sömu mistökin og hann hefur verið að gera, til dæmis í leikjunum gegn Tottenham og Arsenal.“

„Þetta er alvarlegt núna, annaðhvort hlustar hann ekki á þjálfarann sinn eða þá hann skilur hann ekki því hann gerir sömu mistök leik eftir leik,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið