Aaron Ramsey miðjumaður Arsenal verður skoðaður í dag og ákveðið hvort hann geti spilað gegn Manchester City á sunnudag.
Liðin mætast þá í úrslitum enska deildarbikarsins en Ramsey hefur verið að glíma við meiðsli.
Meiðsli í nára hafa verið að plaga hann reglulega á þessu tímabili og verður hann skoðaður í dag.
Mesut Özil hefur einnig verið tæpur en hann á að vera klár í slaginn á sunnudag.
Leikurinn fer fram á Wembley en Arsenal hefur vegnað vel í úrslitaleikjum þar síðustu ár.