Jack Wilshere hefur ekki skrifað undir nýjan samning við Arsenal en samningur hans er á enda í sumar.
Wilshere hefur komið sterkur til baka á þessu tíambili og spilað vel.
Miðjumaðurinn knái gæti þurft að taka á sig launalækkun þegar kemur að föstum launum en gæti bætt það upp ef hann heldur heilsu með góðum bónusum.
,,Þessi ákvörðun er ekki bara hjá mér,“ sagði Arsene Wenger þegar hann var spurður um málið.
,,Ég vil að Wilshere skrifi undir mjög fljótlega. Við eigum eftir að taka ákvörðun og finna penna stundum, ég vil gefa honum nýjan samning.“