Manchester City hefur ekki hafið viðræður við Raheem Sterling um nýjan samning.
Stelring er með 180 þúsund pund á viku og hefur verið að spila frábærlega í vetur.
Sterling hefur skorað 20 mörk fyrir lið Pep Guardiola í vetur.
Kantmaðurinn knái á bara tvö ár eftir af samningi sínum í sumar og það gæti vakið áhuga annara liða.
Real Madrid er sagt fylgjast með stöðu mála en Sterling myndi vilja klára nýjan samning áður en tímabiið er á enda.