Hefði Wayne Rooney viljað þéna rosalegar upphæðir þá hefði hann ekki valið að fara til Everton síðasta sumar.
Rooney hefði getað farið til Kína og orðið einn launahæsti knattspyrnumaður í heimi.
Þegar hann var að fara frá Manchester United kom hins vegar bara til greina að fara heim.
,,Það er ekki ég að fara í svona leiðangur, ég þarf markmið og pressu,“ sagði Rooney.
,,Viljinn til að spila leikinn hefði horfið hefði ég valið eitthvað annað.“
,,Ég vissi að það væri meiri pressa að koma til Everton, það var það sem ég vildi.“
,,Ég vildi sanna mig aftur fyrir stuðningsmönnum Everton og hjálpa félaginu í átt að því að vinna titla.“