Manchester United heimsótti Sevilla á Spáni í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær en það vakti athygli að Paul Pogba byrjaði á meðal varamanna. Hann var þó ekki lengi á bekknum því eftir um 15 mínútna leik kom han inn fyrir meiddan Ander Herrera.
United spilaði þéttan varnarleik en í nokkur skipti náði liðið að búa sér til góð færi. Þá var mættur á svæðið David De Gea sem varði meistaralega í nokkur skipti.
United skapaði sér ekki mörg færi í leiknum en Romelu Lukaku fékk eitt afar gott í fyrri hálfleik en skaut yfir. Síðari leikurinn fer fram á Old Trafford um miðjan mars.
,,Þetta eru slæm meiðsli, hann var lítilega meiddur og missti af síðustu leikjum. Læknaliðið sagði hann kláran á síðasta laugardag,“ sagði Mourinho.
,,Við spiluðum honum ekki þá til að verja hann, hann var ekki heill heilsu.“
,,Læknaliðið sagði hann að hann væri klár, það virðist ekki hafa verið þannig.“