David Ospina markvörður Arsenal mun standa vaktina í marki liðsins í úrslitum enska deildarbikarsins gegn Manchester City á sunnudag.
Ospina hefur spilað bikarleikina á þessu tímabili og það mun halda áfram núna.
,,Þetta er auðvitað erfið ákvörðun en við höfum verið með þetta augljóst frá upphafi,“ sagði Arsene Wenger.
Wenger hefur verið tryggur við Ospina og gefur honum leiki til að halda honum góðum.
,,Ég er með tvo heimsklassa markverði í Ospina og Petr Cech og ákvað snemma hvaða leiki þeir spila, ég held tryggð við það.“