Samkvæmt enskum blöðum í dag vill Victor Lindelöf varnarmaður Manchester United fund með Jose Mourinho.
Lindelöf hefur ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni síðan í upphafi janúar.
Síðan þá hefur hann aðeins byrjað leiki í enska bikarnum en annars verið á bekknum eða utan hóps.
Lindelöf ku vilja fund með Mourinho til að ræða framtíð sína og athuga hvort hún liggji hjá United.
United keypti Lindelöf frá Benfica síðasta sumar fyrir 30 milljónir punda.