Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City er liðið tók á móti Fulham í Championship deildinni.
Bæði lið eru að berjast um sæti í umspilinu en það voru gestirnir frá Fulham sem komust yfir.
Bobby Reid jafnaði fyrir Bristol sem situr í sjötta sæti með 54 stig en Fulham hefur 56 stig sæti ofar.
Hörður Björgvinn var tekinn af velli eftir 74 mínútna leik.
Cardiff City sem situr í öðru sæti deildarinnar var áfram án Arons Einars Gunnarssonar í kvöld.
Cardiff sótti stigin þrjú á útivöll gegn Ipswich en liðið er með fjögurra stiga forskot á Aston Villa sem er í þriðja sæti.