Roberto Firmino sóknarmaður Liverpool þarf ekki að taka út eina né neina refsingu eftir ásakanir Mason Holgate varnarmanns Everton.
Eftir leik liðanna á dögunum sakaði Holgate þennan öfluga sóknarmann um kynþáttaníð.
Enska knattspyrnusambandið skoðaði málið og var farið vel ofan í allt.
Ekki reyndist vera hægt að sanna að Firmino hafi verið með kynþáttaníð í garð Holgate.
Enska sambandið hefur því hætt rannsókn en segir að ekki hafi verið næg gögn til að ákæra Firmino.
Roberto Firmino will not face any disciplinary action following complaint by Mason Holgate.
The @FA explain: ‘Having considered all of the available evidence, we consider it is not sufficient to raise a charge against Firmino.’— Dominic King (@DominicKing_DM) February 21, 2018