Wigan tók á móti Manchester City í enska FA-bikarnum í gær en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Will Grigg sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og Wigan fer því áfram í 8-liða úrslitin en City er úr leik.
Stuðningsmenn Wigan ruddust inn á völlinn í leikslok til þess að fagna með sínum mönnum og það fór eitthvað illa í Sergio Aguero, framherja City.
Einn af þeim hljóp að Augero og nú hefur komið fram að hann hrækti á Aguero. Manchester City segir að stuðningsmaðurinn hafi eining sagt honum að sjúga á sér liminn. Við það kýldi Aguero stuðningsmann Wigan.
Nú hefur verið greint frá því að enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að refsa Aguero fyrir hnefahöggið.
Þjálfari City reyndi að grípa inní en Aguero virtist afar reiður og reyndi aftur að vaða í stuðningsmanninn.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Surely a heavy ban coming for Sergio Aguero who lashed out at a Wigan fan after the final whistle. pic.twitter.com/5DnHe19yCz
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) February 19, 2018
Sergio Aguero will not face any retrospective action from the @FA following his altercation with a supporter during the aftermath of last nights @EmiratesFACup defeat at Wigan. #MCFC [via @10JoseAlvarez]
— Ben Dinnery (@BenDinnery) February 20, 2018