fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Útlendingar fengu allt aðra meðferð: Kvartað yfir að ég væri ekki nógu harður

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur var spurður út í það hvort hann hafi verið mikið í því að kvarta eða væla sem leikmaður.

Þorvaldur lék með Nottingham Forest, Stoke City og Oldham á Englandi á ansi öflugum ferli.

Hann segir að menningin hafi verið allt önnur í Englandi og að það hafi verið ómögulegt fyrir útlendinga að biðja um aukaspyrnu í leikjum.

,,Ekki í Englandi, ég held að það hafi verið kvartað yfir að ég hafi ekki verið nógu harður í Englandi en of harður hérna,“ sagði Þorvaldur.

,,Í Englandi þá var gaman að spila að því leyti til að þú máttir segja meira og dómarinn svaraði bara á móti.“

,,Í dag eru fleiri myndavélar og menn halda fyrir munninn á sér. Það er ekki hægt að neita því ef maður horfir á gamlar myndir að það voru leyfðar fleiri tæklingar, löppin mátti vera hærra uppi.“

,,Það þýddi ekki fyrir útlendinga að biðja um aukaspyrnu þá var kallað dýfa. Ég held að ég hafi ekki verið slæmur í því en ekki barnanna bestur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það

Hamren um fagnið hans Viðars: Get ekki tjáð mig um það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja

Byrjunarlið Íslands gegn Andorra: Aron Einar og Arnór byrja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld

Mamma Birkis er að springa úr stolti: Mun bæta met Eiðs Smára í kvöld
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu

Fyrrum leikmaður Tottenham rekinn: Brjálaðist eftir ummæli á netinu