fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Rúnar Alex er með hjarta úr gulli: Sjáðu hvað hann færði börnum í Suður-Afríku

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. desember 2018 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta og Dijon í Frakklandi er með hjarta úr gulli. Rúnar er í jólafríi í Suður-Afríku en ákvað að nýta tækifærið og heimsækja lið sem hann hefur verið að styrkja.

Rúnar er nefnilega hluti af Common Goal, góðgerðasamtökum sem Juan Mata leikmaður Manchester United stofnaði.

Knattspyrnumenn setja litla prósentu af launum sínum í samtökin sem sjá til þess að krakkar við erfiðar aðstæður geta stundað knattspyrnu og fleira slíkt.

Rúnar fór og heimsótti lið í bænum Stellenbosch sem samtökin hafa styrkt en með í för var faðir hans, Rúnar Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands og Bjarni Guðjónsson en Rúnar og Bjarni stýra KR saman í dag.

Rúnar mætti á svæðið með KR-búninga fyrir krakkana en rúmt ár er síðan að Rúnar gekk til liðs við Common Goal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar