fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Tryggvi lét þjálfarann heyra það og var hent úr hópnum: ,,Asni sem vildi ekki taka neina ábyrgð“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. desember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Tryggvi spilaði með Örgryte í Svíþjóð árið 2004 en upplifði ekki bestu tíma ferilsins hjá félaginu.

Tryggvi fékk um tíma lítið að spila en hann náði ekki vel saman við þjálfara liðsins sem vildi aldrei taka neina ábyrgð á slæmu gengi.

Okkar maður lét í sér heyra á æfingasvæðinu, eitthvað sem Jukka Ikäläinen, þáverandi þjálfari liðsins, tók ekki vel í og henti Tryggva úr liðinu.

Sagan endar þó vel en Tryggvi reyndist hetja Örgryte í umspilsleik er þrjóskur þjálfari ákvað að kyngja stoltinu.

,,Það var eiginlega pínu leiðinlegt. Ég er jákvæður maður að eðlisfari og það var mjög gaman að spila með Örgryte og búa í Gautaborg,“ sagði Tryggvi um tímann hjá Örgryte.

,,Þjálfarinn var að mínu mati asni, þannig ég segi það beint út. Hann tók aldrei ábyrgð.“

,,Við byrjuðum ágætlega og svo byrjaði allt að detta niður. Hann sagði: ‘Þetta hlýtur að fara að breytast.’ Án þess að hann myndi breyta því sjálfur á æfngasvæðinu.“

,,Æfingarnar breyttust ekkert og það var ekkert talað um þetta. Ég lét í mér heyra eins og ég er kannski þekktur fyrir.“

,,Það endaði með því að ég og hann urðum óvinir. Stundum var ég ekki í hóp en svo endaði ég á að vera hetja liðsins sem er fyndið.“

,,Við fórum í umspilsleik gegn Brommapojkarna og fyrri leikurinn fór fram þar í Stokkhólmi og tapaðist 2-1 og ég var ekki í hóp.“

,,Svo var seinni leikurinn hjá okkur og aðstoðarþjálfarinn sagði einmitt við þennan blessaða þjálfara vin minn að hætta þessari þrjósku og leyfa Tryggva að spila.“

,,Hann leyfði mér að spila og við unnum 1-0 og ég skoraði á 89. mínútu svo við unnum á marki á útivelli. Ég var eiginlega bara kominn með hugann til Íslands þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót
433Sport
Í gær

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans