fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Gylfi tók svefntöflu en sofnaði ekki: ,,Var ekki auðvelt að horfast í augu við þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Í sumar tók íslenska landsliðið þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Gylfi var þar eins og svo oft áður í lykilhlutverki. Í leik á móti Nígeríu varð Gylfi fyrir áfalli. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir og skammt til leiksloka þegar dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Gylfi tók sér stöðu á vítapunktinum, þjóðin hélt niðri í sér andanum og eygði von að komast aftur inn í leikinn, en Gylfi skaut yfir markið. Það tók á, en Gylfi hefur unnið úr því.

„Ég tók svefntöflu og sofnaði ekki, þetta var ansi erfitt,“ sagði Gylfi um þetta erfiða augnablik.

,,Þegar maður stígur fram og tekur víti, þá veit maður að það eru tveir möguleikar; maður skorar eða klikkar. Þetta er þannig séð þér að kenna, það er skrýtið að segja það núna, því það var ekkert jákvætt við að klúðra þessu.“

,,Í dag finnst mér samt að ég hafi lært mikið af þessu, ég sé andlega sterkari. Það var ekki auðvelt að horfast í augu við þetta svona rétt á eftir, ég vissi að flestir í heiminum sem fylgjast með fótbolta, væru að horfa. Augnablikið að koma okkur aftur inn í leikinn, við hefðum átt frábæran séns á að setja pressu á það í lokin.“

Lestu ítarlegt viðtal við Gylfa í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hjörvar og félagar ræddu rasísk ummæli Björgvins: „Það er eins og hann sé búinn að skrifa þetta niður“

Hjörvar og félagar ræddu rasísk ummæli Björgvins: „Það er eins og hann sé búinn að skrifa þetta niður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru launin sem United er tilbúið að bjóða De Ligt

Þetta eru launin sem United er tilbúið að bjóða De Ligt