fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Páll fékk sér samloku og Atla var ekki skemmt: ,,Með bumbuna hangandi yfir buxnastrenginn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það var har tekist á í Þrótti veturinn 2005 þar sem Atli Eðvaldsson og Páll Einarsson áttu í hörðum deildum.

Atli hafði tekið við þjálfun Þróttar sumarið 2005 en var ekki sáttur með viðhorf Páls eða líkamlegt atgervi hans eins og kom svo oft fram í pistlum hans.

Páll er goðsögn hjá stuðningsmönnum Þróttar sem boðuðu meðal annars til mótmæla þegar Páll og Atli voru að deila. Stjórnin fundaði og reyndi að slíðra sverðin, það gekk alltaf frekar erfiðlega.

Eftir mikið stríð í fjölmiðlum var ljóst að Páll yrði að fara, að lokum gekk hann í raðir Fylkis og Atli hélt starfi sínu áfram með liðið.

Fyrirliðinn Páll Einarsson
,,Ég veitti því fljótlega athygli eftir að ég hóf að stýra liði Þróttar að Páli skrikaði oft fótur og virtist ekki í góðu jafnvægi inni á velli. Þegar betur var að gáð komst ég að því að hann spilar aldrei á viðeigandi knattspyrnuskóm. Hann neitar að spila á grasskóm, þ.e. á skrúfutökkum, jafnvel þótt að aðstæður séu þannig að grasið sé rennandi blautt og hált sem svell,“ skrifaði Atli í pistli sem hann sendi fjölmiðlum.

,,Ég ítrekað hef reynt að tala um fyrir Páli en hann lætur ekki segjast. Enda hafa ófáar rassadettur hans ekki bara kostað okkur mörk, held líka stig og fall um deild. Get ég því til stuðnings nefnt viðureign okkar við ÍBK í Keflavík þar sem við misstum unnin leik niður í jafntefli og tap okkar gegn ÍBV í Eyjum í leik upp á líf og dauða í deildinni. „

,,Er í lagi að líta fram hjá þessum “mistökum” hans sem sjálfssögðum hlut? Hann er fyrirliðinn, sá sem leiðir liðið. Hvernig á ég að fara að því að biðja aðra leikmenn um að vera rétt búnir til fótanna þegar fyrirliðinn neitar að hlýða? Þessi sérviska léttir ekki mín störf.“

Samloku nafnð:
Atli sakaði Pál um að hafa fengið sér samloku fyrir leik í Vestmannaeyjum og var Páll lengi vel að berjast með nafn sem kennt var við samlokur.

,,Aftur að þessum örlagaríka leik í Vestmannaeyjum. Páll mætir óundirbúinn í þessa viðureign. Fyrir leik fara liðsmenn út og skoða aðstæður á Hásteinsvelli. Páll verður viðskila við hópinn og laumast í átt að Illugagötunni. Þar fer hann að troða í sig á samloku og svaladrykk svo að lítið beri á tæpum einum og hálfum tíma fyrir leik. Er þetta fyrirmynd og leiðtogi?,“ skrifaði Atli.

Bumbuna hangandi yfir buxnastrenginn

Önnur yfirlýsing barst frá Atla um málið og hana má lesa hér að hluta.

,,Ég hef hér stiklað á stóru um ástæður þess að þetta mál kom upp og endaði með þeim hætti sem raun er á orðin. Að lokum eru nokkrar tölfræðilegar staðreyndir um Pál sem leikmann sem vert er að velta fyrir sér.“

,,Þótt Páll sé leikjahæsti leikmaður Þróttar kemst hann ekki inn á lista yfir fimm leikjahæstu leikmenn Þróttar í efstudeild. Hann kemst ekki inn á topp fimm yfir markahæstu leikmenn Þróttar í efstudeild.“

,,Hann er ekki í líkamlega góðu ástandi og hefur langa meiðslasögu á bakinu. Hann er allt of þungur. Páll er rúmir 180 cm. á hæð og vigtaðist þann 15. nóv. sl. á rúm 92 kg. sem er allt og þungt fyrir miðjumann sem gefur sig út fyrir að vilja spila í efstudeild. Þetta er vandamál sem Páll hefur víst aldrei sýnt neinn vilja til að taka á. Fótboltamenn eiga ekki að vera með bumbuna hangandi yfir buxnastrenginn.“

,,Páll hefur alið sinn leikferil í 1. deild. Þau þrjú leiktímabil sem hann hefur spilað í efstu deild hefur hann, sem fyrirliði, leitt lið sitt til falls. Hann hefur því minni leikreynslu í alvöru deild en margir knattspyrnumenn sem rétt eru skriðnir yfir tvítugt.“

,,Páll er hægur miðjumaður. Slíkur maður verður að hafa afburða leikskilning sem er eitthvað sem ég hef ekki séð hjá Páli.

Viðhorf Páls til æfinga eru þess eðlis, eins og hann sjálfur hefur lýst í útvarpi, að hann lítur t.d. á grunnþjálfum í úthaldi og styrk, sem honum skortir sárlega, sem LEIÐINLEGA kvöð en ekki heilbrigða áskorun sjálfum sér og liði sínu til heilla. Fer hann fremstur meðal jafningja í þá átt að predika þessa skoðun sína sjálfum sér og liði sínu til miska. Þetta viðhorf hans kemur skýrt fram og ég tel þetta vera mjög óheilbrigð skilaboð sem hann er senda niður og ala upp í yngri leikmönnum. Þeir yngstu eru farnir að bergmála þetta eftir honum. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester