Pierre-Emerick Aubameyang er á óskalista Arsenal en Arsene Wenger stjóri Arsenal vill bæta honum við lið sitt.
Aubameyang vill losna frá Borussia Dortmund og Arsenal vill krækja í hann.
Bild segir frá því að Wenger sé vongóður um að allt muni klárast á næstu dögum.
Wenger er sagður vongóður um að Aubameyang verði klár í slaginn þegar Arsenal mætir Swansea á þriðjudag.
Mögueiki er á að Olivier Giroud fari í skiptum fyrir Aubameyang en Dortmund heimtar meira en 50 milljónir punda.