Arsene Wenger stjóri Arsenal hefur áhyggjur af því að sjálfstraustið sé litið sem ekkert hjá Henrikh Mkhitaryan.
Mkhitaryan gekk í raðir Arsenal í vikunni en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila hjá United.
Wenger óttast að það geti haft áhrif á Mkhitaryan sem spilar sinn fyrsta leik gegn Swansea í næstu viku.
,,Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að þetta hafi haft áhrif á sjálfstraust hans,“ sagði Wenger.
,,Þetta er samt nýtt tækifæri fyrir Mkhitaryan, þú vilt fá nýtt tækifæri í lífinu og með hans gæði ætti hann að geta tekið það.“
,,Ég hitti hann áður en hann gekk í raðir United og þá vorum við nálægt því að fá hann en það gekk ekki þá.“