Aston Villa hefur fengið Axel Tuanzebe miðvörð Manchester United á láni út þessa leiktíð.
Tuanzebe hefur staðið sig vel með varaliði United og verið nálægt aðalliðinu.
Tuanzebe hefur spilað með United í öllum keppnum en ætlar nú að reyna að hjálpa Villa upp.
,,Ég er mjög ánægður að vera hérna,“ sagði Tuanzebe.
,,Það eru spennandi tímar hjá Villa og liðið vill komast upp, maður finnur metnað í loftinu hérna.“
,,Ég er hingað mættur til að hjálpa félaginu að ná sínu markmiði.“
Birkir Bjarnason hefur tryggt sér sæti í byrjunarliði Villa á síðustu vikum með góðri frammistöðu.