Newcastle ætlar að leggja fram tilboð í Islam Slimani, framherja Leicester en þaðer Mirror sem greinir frá þessu í dag.
Framherjinn hefur ekki átt fast sæti í liði Leicester á þessari leiktíð og gæti hugsað sér til hreyfings.
Hann kom til félagsins frá Sporting í Portúgal árið 2016 og hefur spilað 35 leiki fyrir félagið.
Slimani hefur komið við sögu í 17 leikjum með Leicester á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað 5 mörk og lagt upp 1.