Phil Neville var í gær ráðinn þjálfari kvennalandsliðs Englands eftir langt ferli. Neville hætti skömmu eftir það á Twitter en þá fóru gamlar færslur frá honum á flug.
Þar er Neville sakaður um að hafa verið að tala niðrandi til kvenna fyrir nokkrum árum. Þar svarar hann meðal annars systur sinni um að konur vilji alltaf jafnrétti þangað til að kemur að því að borga reikninginn. Þá furðaði hann sig á því að konur væru ekki búnar að græja morgunmat og börnin á morgnanna.
Enska sambandið segir að Neville hafi ákveðið að hætta á Twitter ef hann myndi fá starfið. Hann hefur nú beðist afsökunar
,,Eftir ummæli sem féllu fyrir nokkrum árum vil ég segja að þau voru og eru ekki sönn, þau eru ekki lýsandi fyrir karakter minn og hvað ég trúi á. Ég vil biðjast afsökunar,“ sagði Neville.
,,Ég veit af ábyrgð minni sem þjálfari kvennalandsliðsins og er afar stoltur af því að fá starfið. Ég er spenntur fyrir framtíðinni og mun leggja mikið á mig til að koma með árangur.“