Swansea sem situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar vann öflugan 1-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á mánudag.
Liverpool hafði ekki tapað í 18 leikjum í röð í öllum keppnum þegar liðið heimsótti Liberty völlinn.Liverpool vann Manchester City í síðustu umferð deildarinnar og bjuggust flestir við öruggum sigri Liverpool.
Það var hins vegar ekki raunin, Alfie Mawson varnarmaður Swansea skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool skallaði knöttinn til hans eftir hornspyrnu og Mawson þakkaði fyrir sig með því að setja boltann framhjá Loris Karius.
Liverpool fékk rosaleg færi undir lok leiksins og Van Dijk var í eitt skiptið byrjaður að fagna marki.
Hann var öruggur um að liðsfélagar sínir myndu skora en svo var ekki.
Myndir af því eru hér að neðan.