Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að rannsaka gamlar Twitter færslur Phil Neville, nýráðinst stjóra enska kvennalandsliðsins.
Neville var ráðinn þjálfari enska landsliðsins á dögunum en ráðningin hefur verið talsvert gagnrýnd.
Hann setti inn færslur á Twitter fyrir nokkrum árum síðan þar sem hann gerði m.a lítið úr konum.
Neville eyddi Twitter aðgangi sínum á dögunum og þá var hann einnig búinn að eyða færslunum, áður en málið komst upp.
Enska knattspyrnusambandið mun ekki kæra hann fyrir færslurnar og því mun hann stýra landsliðinu út samning sinn í það minnsta.