Arsenal 2 – 1 Chelsea
0-1 Eden Hazard (7′)
1-1 Antonio Rudiger (sjálfsmark 12′)
2-1 Granit Xhaka (60′)
Arsenal tók á móti Chelsea í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska Deildarbikarsins í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Eden Hazard kom Chelsea yfir strax á 7. mínútu en Antonio Rudiger skoraði sjálfsmark á 12. mínútu og staðan því 1-1 í hálfleik.
Granit Xhaka skoraði svo sigurmark leiksins á 60. mínútu og lokaatölur því 2-1 fyrir Arsenal.
Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og Arsenal mun því mæta Manchester City í úrslitum enska Deildarbikarsins.