fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433

Jesus gæti snúið aftur um mánaðarmótin

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus, framherji Manchester City gæti snúið aftur um næstu mánaðarmóti en þetta staðfesti Pep Guardiola, stjóri City á blaðamannafundi í dag.

Jesus meiddist í markalausu jafntefli City og Crystal Palace þann 31. desember síðastliðinn en í fyrstu var óttast að hann yrði frá í tvo mánuði.

Hann gæti hins vegar snúið aftur um mánaðarmótin eins og áður sagði en endurhæfing hans hefur gengið framar vonum.

City situr sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 62 stig og hefur 15 stiga forskot á Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar.

Jesus hefur komið við sögu í 25 leikjum með City á leiktíðinni þar sem hann hefur skorað 10 mörk og lagt upp önnur 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum